Leita

Heimsending samdægurs ef pantað er fyrir kl. 12

Heimsending samdægurs ef pantað er fyrir kl. 12

Væntanlegt

Hálsmen, brons Lykill á silfur keðju

Hálsmen frá Orrafinn – brons Lykill á silfur keðju úr skartgripalínunni Verkfæri.

 

Verkfæri eru áþreifanlegir hlutir sem notaðir eru til að ná fram ákveðnu markmiði. Hvert verkfæri hefur sitt hlutverk og hvert hlutverk er jafn hversdagslega heillandi. Ásýnd þeirra er ekki síður heillandi, hönnun þeirra, virkni og viðkoma; mýkt formsins og kuldi málmsins. Verkfærin taka sér táknræn hlutverk, þau eru táknmynd erfiðisvinnu og dugnaðar. Við stöndum öll í þakkarskuld við formæður og -feður okkar sem unnu hörðum höndum við að byggja upp það samfélag sem við þekkjum í dag. Skartgripalínan Verkfæri er á sinn hátt óður til hversdagshetjunnar sem leggur sitt af mörkum með verkfærið að vopni. 

- Minnumst blóðs, svita og tára forvera okkar og finnum okkar eigin styrk með Verkfæri.

Nánar um Orrafinn

 

 

Algengar spurningar

Þessi vefsíða notar vafrakökur. Með því að halda áfram notkun síðunnar samþykkir þú notkun vafrakaka.