Leita

Heimsending samdægurs ef pantað er fyrir kl. 12

Heimsending samdægurs ef pantað er fyrir kl. 12

Gönguleiðir á hálendinu

Höfundur Jónas Guðmundsson

Gönguleiðir á hálendinu hefur að geyma lifandi leiðarlýsingar tæplega 30 leiða á hálendinu, nánar tiltekið að Fjallabaki og í kringum Landmannalaugar. Hverri leið fylgir leiðarlýsing, kort og GPS-hnit, fjöldi ljósmynda og upplýsingar um staðhætti og aðstæður. Þar að auki má finna sögulegan og landfræðilegan fróðleik um þær leiðir sem gengið er hverju sinni. Í bókinni er einnig hagnýtur kafli um undirbúning og fjölda góðra ráða þegar kemur að fjallgöngum og útivist.

Jónas Guðmundsson er leiðsögumaður, landvörður og ferðamálafræðingur sem varið hefur ótal stundum á fjöllum. Hann tók snemma ástfóstri við svæðið að Fjallabaki og hefur sinnt skálavörslu í flestum skálum þar. Í dag starfar Jónas hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Bók þessari er ætlað að auðvelda fólki að uppgötva dásemdir náttúru landsins á hálendinu. Staðir eins og Hvanngil, Álftavatn, Suðurnámur, Vondugil, Einhyrningur, Stóragil í Skælingum og Fossabrekkur kalla á hvern þann sem unnir náttúrunni. Og þeir kalla aftur og aftur. 

 

Algengar spurningar

Við sendum pantanir út samdægurs eða daginn eftir pöntun!

Gjöfunum er snyrtilega pakkað í pappír ofan í gjafaboxinu. Það er extra skemmtilegt að opna gjafirnar frá okkur :)

Gjafaboxin okkar koma öll pökkuð inn en ef þú ætlar að velja sjálf vörur og vilt láta pakka þeim í gjafabox þá getur þú hannað þitt eigið gjafabox!

Það er ekkert mál. Þú einfaldlega skrifar inn upplýsingar viðtakanda þegar þú skrifar inn heimilisfangið í körfunni.

Ef þú ert að kaupa fleiri en 10 gjafabox endilega hafðu samband beint við okkur og við förum saman yfir óskir ykkar. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um fyrirtækjapantanir á fyrirtækjasíðunni okkar.