Leita

Heimsending samdægurs ef pantað er fyrir kl. 12

Heimsending samdægurs ef pantað er fyrir kl. 12

Gúrkuserum

Serum frá Verandi. Unnuð úr útlitsgölluðum ferskum gúrkum

Helstu innihaldsefnin í andlits seruminu frá Verandi eru ferskar gúrkur og hyaluronic-sýra. Serumið gefur húðinni mikinn raka í allt að 72 klukkustundir og hjálpar til að slétta úr fínum línum. Notkunarleiðbeiningar: Berið nokkra dropa af serumi á hreint og þurrt andlitið og háls. Notist tvisvar á dag, morgna og kvölds.

Innihald: Cucumis sativus (Recycled cucumber fruit water), Saccharide isomerate, Aqua, Glycerin, Glyceryl stearate citrate, Glucosamine HCl, Sodium hyaluronate, Laminaria digitata (horsetail kelp) extract, Saccharomyces cerevisiae extract, Urea, Nasturtium officinale (watercress) extract, Salvia officinalis (sage) leaf extract, Arctium majus (burdock) root extract, Hedera helix (ivy) leaf extract, Saponaria officinalis (soapwort) leaf/root extract, Fucus vesiculosus (bladder wrack) extract, Cinnamomum camphora var linalool wood (Ho wood essential oil), Citrus reticulate (Tangerine essential oil), Lavandula angustifolia (Lavender essential oil), Abies lasiocarpa (Alpine fir essential oil), Cananga odorata (Ylang Ylang essential oil), Xanthan gum, Phenoxyethanol, Potassium sorbate, Citrus limon (lemon) peel extract, Citric acid, Sodium citrate, Propylene glycol, Linalool, Limonene, Geraniol, Benzyl benzoate, Farnesol, Benzyl salicylate.

Magn:15 ml.

VERANDI framleiðir húð- og hárvörur þar sem meginuppistaðan í vörunum eru hráefni sem falla til við aðra framleiðslu (aðallega landbúnað) eða er alla jafna hent. Með því spornum við gegn offramleiðslu, sóun og aukum nýtingu á afurðum sem nú þegar eru til. Verandi byggir á hugmyndafræði um hringrásarhagkerfi, minni sóun og bættri umhverfisvitund. Hráefnin eru algjörlega skaðlaus umhverfinu og líkama okkar og vinnum við því með náttúrunni ekki á móti henni.

Verandi er afar stolt af því að geta þróað hágæðavörur á þennan sjálfbæra máta sem stenst fullkomlega alla samkeppni án þess að draga nokkuð úr metnaði framleiðslunar.

Algengar spurningar

Við sendum pantanir út samdægurs eða daginn eftir pöntun!

Gjöfunum er snyrtilega pakkað í pappír ofan í gjafaboxinu. Það er extra skemmtilegt að opna gjafirnar frá okkur :)

Gjafaboxin okkar koma öll pökkuð inn en ef þú ætlar að velja sjálf vörur og vilt láta pakka þeim í gjafabox þá getur þú hannað þitt eigið gjafabox!

Það er ekkert mál. Þú einfaldlega skrifar inn upplýsingar viðtakanda þegar þú skrifar inn heimilisfangið í körfunni.

Ef þú ert að kaupa fleiri en 10 gjafabox endilega hafðu samband beint við okkur og við förum saman yfir óskir ykkar. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um fyrirtækjapantanir á fyrirtækjasíðunni okkar.